fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Flaug til Íslands með stútfullt kælibox af mat – „Þetta sparaði okkur stórfé“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. júní 2025 10:00

Myndin er samsett og úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dýrara en víða annars staðar að dvelja á Íslandi og þetta virðast ferðamenn – sumir að minnsta kosti – vera vel meðvitaðir um.

Iceland – Tips for travelers er hópur á Facebook sem telur um 180 þúsund meðlimi og þar birtast jafnan færslur frá fólki sem deilir sniðugum ráðum áður en haldið er til Íslands í frí.

Í gær birtist ein athyglisverð færsla frá einstaklingi sem flaug hingað til lands með bandaríska flugfélaginu Delta fyrir skemmstu.

„Þetta kann að hljóma galið en er eitthvað sem hefur reynst frábærlega og sparað okkur stórfé í mat og drykk,“ segir í byrjun færslunnar.

Viðkomandi virðist hafa ferðast til landsins með tveimur öðrum, hugsanlega maka sínum og barni, og gátu þau innritað tvær töskur í flugið. Þar sem þau töldu sig ekki þurfa tvær töskur brugðu þau á það ráð að taka með sér eina tösku og nota hitt plássið undir kælibox sem búið var að fylla af mat.

„Þar á meðal jarðarberjasultu og hnetusmjöri, ramensúpum, tilbúnum indverskum réttum frá Tasty Bite og forsoðnum brúnum hrísgrjónum og kínóa,“ segir í færslunni. Kæliboxinu var svo lokað kyrfilega og það svo tékkað inn í flugið með farangrinum.

„Við höfum bara þurft að kaupa ávexti, grænmeti, mjólkurvörur og prosecco til að nota með Aperolinu sem við keyptum í fríhöfninni áður en við lögðum af stað frá Bandaríkjunum,“ segir í færslunni. Viðkomandi bætir svo við að þau hafi heitið því að kaupa einungis eina máltíð á dag á veitingastað svo það sé „ekki eins sárt að eyða 80 dollurum í pizzu fyrir þrjá“.

Færslan vakti töluverða athygli en margir voru á því að þetta væri kannski aðeins of langt gengið, Ísland væri ekki svona rosalega dýrt.

„Hvernig hefur fólk efni á að borða heima hjá sér ef það getur ekki leyft sér að borða þegar það er í fríi,“ spurði einn. „Sniðug hugmynd en eitt af því skemmtilegasta sem ég geri þegar ég fer í frí til annarra landa er að kynnast matarkúltúrnum,“ sagði annar.

„Guð minn góður, ég myndi nú bara safna peningum aðeins lengur í stað þess að ferðast með fullt kælibox af mat. Það er ekki svo dýrt hérna, farðu bara í Bónus, Krónuna eða Prís og verslaðu inn þar,“ sagði ein kona í athugasemd sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi