fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Miðflokksmaður segir hörmulegan atburð hafa átt sér stað í flugstöðinni – „Mistök er hægt að leiðrétta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Pétursson, einn stofnenda Miðflokksins og rannsóknarstjóri siglingasviðs hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir hörmulegan atburð hafa átt sér stað í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Svo virðist sem nýir rekstraraðilar flughafnarinnar hafi lítinn skilning á því sem stendur landanum næst og velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið óráð að breyta rekstrarfyrirkomulagi þessarar annars ágætu verslunar,“

skrifar Jón í grein sinni, en þegar hún er skrifuð mánudaginn 2. júní bar svo við að íslenskt neftóbak var ófáanlegt í flugstöðinni.

Jón sem segist áhugamaður um íslenskar hefðir „lítur á það sem eitt af fornri hefð að brúka neftóbak, í nasir ekki önnur líkamsop, og leggur metnað sinn í að vera kyndilberi þessar fornu hefðar. Neftóbaksnotkun er auk þess að vera afar þjóðleg bráðholl. Nær allir áar undirritaðs brúkuðu neftóbak og engum varð meint af. Langlífi og góð heilsa einkenndi þessa menn.“

Jón segir því afar mikilvægt að halda vörunni á lofti „enda ein af sérstöðum Íslands og engan vegin samanburðarhæf við erlent tóbaksmeti sem er öllu jöfnu baneitrað og heilsuspillandi.“

Segir hann að eftir samtal við starfsmenn hafi komið í ljós að neftóbak sé ekki eina varan sem hefur horfið úr hillunum, aðrar minna áríðandi vörur vantar einnig en of langan texta tæki að telja það allt upp.

„Mistök er hægt að leiðrétta og væri óskandi að slíkt væri gert. Það verður engu að síður að vera í boði bráðaþjónusta fyrir þá sem hafa nautn af neftóbaki. Jórturgúmmí með nikótíni gerir lítið gagn.“

Jón endar svo grein sína á slagorði: Sigrum heiminn notum neftóbak!

Og að lokum ljóði Steins Steinarr: 

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil,

Með spekingslegum svip og taka í nefið.

Og þótt þú tapir, gerir það ekkert til,

Því það er nefnilega vitlaust gefið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“