fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

United sagt horfa í ódýrari kosti í fremstu víglínu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 1. júní 2025 20:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Give Me Sport greinir hefur birt ansi athyglisverða frétt þar sem fjallað er um mál Manchester United á Englandi.

United er í leit að sóknarmanni fyrir næsta tímabil en liðið vildi fá Liam Delap sem er á leið til Chelsea frá Ipswich.

Tveir Frakkar eru sagðir vera á óskalista United að sögn GMS og er einn af þeim Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace.

Mateta hefur staðið sig vel með Palace síðustu tvö ár en hvort hann sé reiðubúinn að leiða sóknarlínu stórliðs United er alls ekki víst.

Hinn maðurinn sem er nefndur á nafn er Randal Kolo Muani sem spilar með PSG en lék með Juventus á láni seinni hluta tímabils.

Mateta myndi kosta United um 20-30 milljónir punda og Kolo Muani er talinn vera fáanlegur fyrir 35 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Í gær

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp