fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Össur leggur til nýtt formannsefni fyrir Sósíalistaflokkinn í öldurótinu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 30. maí 2025 16:30

Össur er með lausnina fyrir Sósíalistaflokk Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, leggur til að Sósíalistaflokkur Íslands velji nýjan foringja til að koma þeim út úr öldurótinu. Sá foringi er reyndar margreyndur í hettunni og ekkert unglamb.

„Albaníu-Valda til valda,“ segir Össur í færslu á samfélagsmiðlum í dag og vísar til Þorvalds Þorvaldssonar, formanns Alþýðufylkingarinnar. Tilefnið eru fréttir af því að þúsund manns hafi sagt sig úr Sósíalistaflokknum.

Vargöldin í Sósíalistaflokknum sem ríkt hefur undanfarna mánuði og náði hámarki um liðna helgi með kjöri nýrrar stjórnar hefur vart farið fram hjá nokkrum manni. Armur stofnandans Gunnars Smára Egilssonar varð undir í því kjöri og fleiri andlit hafa látið sig hverfa eða sett sjálfa sig til hliðar, svo sem Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.

Eftir situr nær óþekkt fólk með völdin og flokkurinn er stórlaskaður, sér í lagi vegna þess að barningurinn hefur allur farið fram fyrir opnum tjöldum. Össur leggur hins vegar til nýjan foringja.

Þorvaldur Þorvaldsson, títt kallaður Albaníu-Valdi

„Er ekki tilvalið að gera Albaníu-Valda að pólitískum leiðtoga í Sósíalistaflokknum fyrst Sanna Magdalena valdi Gunnar Smára fremur en leiða flokkinn?“ segir Össur. „Hann hefur svör við öllu enda unnið fjölmargar spurningakeppnir, þaulvanur byltingarmaður sem kann bæði marxisma og lenínisma út og inn, og stóð sem klettur með æskuuppreisninni gegn Gunnari Smára. Svo er hann sagður allra manna skemmtilegastur í partíum. Er til betri uppskrift að byltingarforingja?“ spyr hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum