fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Dómur yfir Begga blinda fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum staðfestur – „Mig hefur kannski langað í eitthvað kynlíf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. maí 2025 21:31

Bergvin Oddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergvin Oddsson, kallaður Beggi blindi, athafnamaður og veitingamaður í Vestmannaeyjum, hefur verið dæmdur í Landsrétti fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum sem störfuðu á veitingastað hans. Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms en breytti ákvörðun varðandi upphæð miskabóta til þolenda Begga.

Áreitni Begga fólst í því að káfa á stúlkunum, t.d. á brjóstum þeirra og lærum, og slá eina þeirra í rassinn. Einnig var hann sakaður um dónalegt orðbragð við stúlkurnar. Sum brotin hafði Beggi viðurkennt á starfsmannfundi sem haldinn var vegna ásakana í hans garð. Þar hafði hann beðist afsökunar.

Eitt brotið framdi Beggi í lok starfsmannafagnaðar en þá elti hann starfskonu sína inn á herbergi hennar sem hún deildi með kærasta sínum og káfaði á brjóstum hennar. Atvikum er lýst svo í dómi Landsréttar:

„Óumdeilt er að ákærði strauk að minnsta kosti annað brjóst brotaþola utan klæða á þeim tíma sem í ákæru greinir, í herbergi sem brotaþoli bjó í ásamt kærasta sínum. Fyrir liggur með framburði brotaþola vitna að hún fór upp í herbergið eftir að hafa boðið góða nótt og að ákærði fór þangað inn skömmu síðar. Brotaþoli kveðst þá hafa verið komin í náttföt og lögst upp í rúm.

Við aðalmeðferð málsins í héraði var ákærði spurður hvort brotaþoli hefði boðið honum eða beðið hann um að koma í herbergið og svaraði hann því neitandi. Aðspurður um hvers vegna hann hefði snert brjóst brotaþola sagði ákærði: „Ég meina, við vorum þarna í notalegu spjalli og […] ætli það hafiekki verið bara af því að mig hefur kannski langað í eitthvað kynlíf, mér finnst það langlíklegasta skýringin.“

Aðspurður hvort brotaþola hafi langað í kynlíf svaraði ákærði: „Við ræddum það ekki, það var ekki rætt.“ Telst sannað að ekkert hafi getað gefið ákærða tilefni til að ætla að hann væri velkominn í herbergi brotaþola þar sem hún hafði gengið til náða. Hvað þá að ákærði hafi mátt líta svo á að brotaþoli væri samþykk því að hann stryki brjóst hennar þegar hann hafði gert sig heimakominn í herberginu.

Í framangreindu ljósi getur enginn vafi leikið á að snerting hans hafi verið kynferðisleg áreitni í óþökk brotaþola. Er því hafið yfir vafa að skilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga um ásetning til brotsins er fullnægt, en ekki verður talið að sérstaka þýðingu hafi við mat á sök ákærða að brotaþoli hafi verið í föstu sambandi með framangreindu vitni, D, og búast hafi mátt við honum í herbergi þeirra á hverri stundu.Með vísan til framangreinds en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða samkvæmt þessum ákærulið.“

Réðst á stúlku inni á salerni

Brotið sem varðar þriðja ákærulið var gróft en því er lýst svo í dómi héraðsdóms:

„Eins og áður greinir kom brotaþoli samkvæmt þessum ákærulið, C, ásamt O, á lögreglustöð í […] 4. júlí 2022 og greindi frá því að ákærði hefði brotið gegn henni kynferðislega 19. júní 2022 á veitingastaðnum X. Er í frumskýrslu haft eftir brotaþola að hún hafi farið á salernið og orðið þess áskynja að þar væri líka einhver annar. Þegar hún hafi síðan ætlað að fara fram hafi ákærði verið þar fyrir framan, ýtt henni til baka og læst dyrunum. Ákærði hafi síðan káfað á brjóstum hennar utan klæða og svo farið með aðra hendina inn fyrir nærbuxur hennar en ekki náð að koma fingri í leggöng. Er haft eftir brotaþola í frumskýrslunni að hún hafi náð að stoppa ákærða af og hafi hann þá hætt og beðist afsökunar.“

Landsréttur staðfesti refsingu Begga, sem er sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur hækkaði miskabætur Begga til eins brotaþolans úr 350 þúsund krónum í 500 þúsund. Annarri stúlku þarf hann einnig að greiða 500 þúsund krónur og þeirri þriðju eina milljón króna.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“