fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fókus

Bandarískir swingerar á kynlífssiglingu í kringum Ísland – Byrja í Reykjavík en fara svo til Húsavíkur

Fókus
Þriðjudaginn 27. maí 2025 12:24

Skjáskot úr myndbandi Rockstar Adventures frá Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júní mun hópur bandarískra swingera mæta til Íslands og eyða þremur sveittum dögum í Reykjavík þar til lagt er af stað í siglingu í kringum landið.

Um er að ræða svo kallaða lúxus kynlífssiglingu á vegum Rockstar Adventurs. Nútíminn greinir frá að ferðin er hluti af „stærra neti svokallaðra „erótískra lúxusferða“, þar sem tengslamyndun, kynferðisleg upplifun og lokunarstemning er í forgrunni.“

Samkvæmt heimildum Nútímans hafa nokkrir gestir þegar sett sig í samband við íslensk pör fyrir stóru stundina.

Hópurinn mun heimsækja Bláa lónið, skoða Gullfoss og Geysi, fara í Sky Lagoon og fá einkapartý á reðursafninu í Reykjavík. Þann 3. júlí mun svo hópurinn leggja af stað í siglinguna í kringum landið og mun skipið stoppa í Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Vestmannaeyjum.

Hér má kynna sér dagskrána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt