Um er að ræða svo kallaða lúxus kynlífssiglingu á vegum Rockstar Adventurs. Nútíminn greinir frá að ferðin er hluti af „stærra neti svokallaðra „erótískra lúxusferða“, þar sem tengslamyndun, kynferðisleg upplifun og lokunarstemning er í forgrunni.“
Samkvæmt heimildum Nútímans hafa nokkrir gestir þegar sett sig í samband við íslensk pör fyrir stóru stundina.
Hópurinn mun heimsækja Bláa lónið, skoða Gullfoss og Geysi, fara í Sky Lagoon og fá einkapartý á reðursafninu í Reykjavík. Þann 3. júlí mun svo hópurinn leggja af stað í siglinguna í kringum landið og mun skipið stoppa í Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Vestmannaeyjum.
Hér má kynna sér dagskrána.