fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Sakar bæjarstjóra um að kasta íþróttafélögum fyrir rútuna til að bjarga andliti – „Ekki er það nú stórmannlega gert“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Gylfason, fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs, segir það ekki stórmannlegt af bæjarstjóranum, Ásdísi Kristjánsdóttur, að kasta íþróttahreyfingunni fyrir lestina eftir að hún var gerð afturreka með gífurlegri verðhækkun á sumarnámskeiðum barna. Gunnar gagnrýnir bæjarstjóra í grein sem birtist á Vísi.

Ásdís Kristjánsdóttir tilkynnti í apríl að bæjarstjórn hefði hætt við miklar hækkanir á gjaldskrá sumarnámskeiða. Til stóð að hækka verð fyrir heilsdagsnámskeið um 52 prósent og fyrir námskeið á smíðavelli um 105 prósent. Ásdís sagði við fjölmiðla að hækkanirnar hefðu verið ákveðnar eftir samtöl við íþróttafélög bæjarins.

„Við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist,“ sagði Ásdís í samtali við RÚV. Þess vegna hafi verið ráðist í hækkanir en í kjölfarið bárust kvartanir frá foreldrum og því ákveðið að gjaldskrárhækkanir myndu frekar fylgja verðlagsþróun.

Gunnar segir að þessar hækkanir hafi verið kynntar bæjarstjórn sem hluti af hagræðingartillögum vegna kjarasamninga kennara. „Var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til.“

Gunnar segir að hann hafi spurst fyrir á fundi lýðheilsu- og íþróttanefndar Kópavogs. Hann fékk þó engin svör enda hafði engin formleg beiðni verið lögð fram um þessar hækkanir. Einu svörin sem hann fékk voru loðin þar sem vísað var til þess að mögulega hafi verið um óformlegar viðræður að ræða við einhverja. „Ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeiðum bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu frá nefndinni.“

Gunnar bendir á að enda sé ekki hægt að halda því alfarið fram að íþróttanámskeið séu í beinni samkeppni við frístundanámskeið bæjarins, enda hafi ekki öll börn áhuga á íþróttum. Engu að síður hafi Ásdísi þótt upplagt að rukka fjölskyldur barna frá helmingi upp í tvöfalt meira en síðasta sumar, bara til að fjármagna launahækkanir kennara. Þegar þessi hækkun var gagnrýnd hafi Ásdís svo ekki veigrað sér við því að kasta íþróttafélögum bæjarins fyrir lestina. „Ekki er það nú stórmannlega gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt