fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Talsmaður Denzel Washington tjáir sig um atvikið á rauða dreglinum

Fókus
Fimmtudaginn 22. maí 2025 11:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður bandaríska Óskarsverðlaunaleikarans Denzel Washington segir að atvikið á Cannes hafi ekki eyðilagt kvöldið hjá leikaranum.

Denzel var ekki skemmt þegar hann mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Highest 2 Lowest, á kvikmyndinahátíðinni í Cannes á mánudagskvöld.

Denzel, sem er orðinn sjötugur, lenti þá í orðaskiptum við ljósmyndara sem virtist sýna aðeins of mikla ákefð í störfum sínum að mati leikarans.

Leikarinn sást meðal annars benda fingri að ljósmyndaranum og segja nokkur vel valin orð við hann. Samkvæmt varalesaranum Jeremy Freeman var Denzel óánægður með að ljósmyndarinn hafi gripið í handlegg hans. „Leyfðu mér að segja þér eitt – hættu, hættu – ekki snerta mig,“ sagði hann. Ljósmyndarinn greip aftur í Denzel sem þá öskraði á hann: „Hættu þessu, hættu þessu, hættu þessu. Ég meina það. Hættu þessu.“

Mynd/Getty Images

Myndir af atvikinu fóru eins og eldur í sinu um netheima.

Talsmaður leikarans segir að þrátt fyrir leiðinlegt atvik hafi það ekki haft áhrif á kvöld Denzel sem skemmti sér konunglega á frumsýningunni.

„Þettta var frábært kvöld,“ sagði talsmaður hans við E! News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þrjú atriði sem þykja eðlileg hér en furðuleg víða annars staðar – Guðni bara Guðni

Þrjú atriði sem þykja eðlileg hér en furðuleg víða annars staðar – Guðni bara Guðni
Fókus
Í gær

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie
Fókus
Í gær

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rosaleg breyting á Kris Jenner: Virðist hafa yngst um meira en 20 ár

Rosaleg breyting á Kris Jenner: Virðist hafa yngst um meira en 20 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“