fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 16:57

Skjáskot úr myndbandi á vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem íbúi í Úlfarsárdal tók frá heimili sínu sýnir mann veitast að tveimur karlmönnum úti á götu. Myndbandið er tekið úr nokkurri fjarlægð en svo virðist sem hann leggi til annars mannsins með áhaldi eða vopni.

Við greindum fyrr í dag frá viðamikilli lögregluaðgerð við Skyggnisbraut. Var götunni lokað um tíma.

Sjá einnig: Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Karlmanns var leitað vegna vegna hnífstungu en árásarþoli hafði verið fluttur á sjúkrahús.

Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 4, hefur nú upplýst í símtali við DV að grunaður árásarmaður hafi verið handtekinn. Hún staðfestir jafnframt að árásarþoli hafi verið karlmaður og að árásin hafi átt sér stað utandyra.

Íbúar í hverfinu eru mjög slegnir vegna atburðarins enda átti árásin sér stað um hájartan dag úti á götu í barnmörgu hverfi. „Við erum að spjalla saman hérna nokkrir nágrannar og við erum mjög skelkuð eftir að hafa séð þetta myndband,“ segir einn íbúi í samtali við DV.

Málið er í rannsókn og frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Myndbandið frá vettvangi má sjá hér að neðan:

Uppfært kl. 17:15:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:
„Einn er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í Úlfarsárdal í dag, en tilkynnt var um árásina um þrjúleytið. Um var að ræða átök manna utandyra í hverfinu, en málsatvik eru um margt óljós á þessu stigi. M.a. um áverka brotaþola. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Hide picture