Það er hart barist um síðustu þrjú sætin í Meistaradeild Evrópu í gegnum ensku úrvalsdeildina og eru fimm lið enn á eftir síðustu þremur sætunum þegar lokaumferðin er framundan.
Ljóst er að meistarar Liverpool og Arsenal, sem er í öðru sæti, fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð en Manchester City, Newcastle, Chelsea, Aston Villa og Nottingham Forest geta enn öll tryggt sér sæti þar einnig.
Hér að neðan má sjá hvar liðin eru og hvað þarf að gerast svo þau nái Meistaradeildarsæti.
3. sæti – Manchester City
Vegna hagstæðrar markatölu er nóg fyrir City að sækja stig gegn Fulham í lokaumferðinni til að tryggja Meistaradeildarsæti.
4. sæti – Newcastle
Sigur gegn Everton tryggir Meistaradeildarsætið en með jafntefli er þetta ekki í þeirra höndum.
5. sæti – Chelsea
Chelsea heimsækir Forest í lokaumferðinni og sigur tryggir Meistaradeildarsæti.
6. Aston Villa
Villa þarf að vinna Manchester United og vonast til að Chelsea tapi stigum gegn Forest.
7. Nottingham Forest
Forest þarf að vinna Chelsea á heimavelli og vonast til þess að Villa tapi stigum gegn United.
Lokaumferðin fer öll fram klukkan 15 á sunnudag.