Nú er formlega hægt að segja að það sé að styttast í sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram á næsta ári, þann 16. maí. Miðað við nýjustu skoðanakannanir er líklegt að núverandi meirihluti haldi ekki velli í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn mældist langstærsti flokkurinn í könnun Gallup sem var framkvæmd fyrir Viðskiptablaðið í byrjun april, og fengi miðað við þá könnun 9 borgarfulltrúa.
- Sjálfstæðisflokkurinn með 33,9% og 9 borgarfulltrúa
- Samfylkingin með 20% og 5 borgarfulltrúa
- Sósíalistaflokkur Íslands með 13,1% og 3 borgarfulltrúa
- Viðreisn með 9,5% og 2 borgarfulltrúa
- Píratar með 5,5% og 1 borgarfulltrúa
- Miðflokkur með 5,1% og 1 borgarfulltrúa
- Framsókn með 4,7% og 1 borgarfulltrúa
- Vinstri græn með 4,6% og 1 borgarfulltrúa
- Flokkur fólksins með 3,6% og engan borgarfulltrúa
Könnun Maskínu sem fór fram daganna 4-11 apríl sýndi þó aðra mynd.
- Sjálfstæðisflokkurinn með 31,8% og 8 borgarfulltrúa
- Samfylkingin með 25,3% og 7 borgarfulltrúa
- Viðreisn með 10% og 2 borgarfulltrúa
- Sósíalistaflokkur Íslands með 8,3% og 2 borgarfulltrúa
- Píratar með 6% og 1 borgarfulltrúa
- Flokkur fólksins með 5,7% og 1 borgarfulltrúa
- Miðflokkur með 5,1% og 1 borgarfulltrúa
- Framsókn með 4,7% og 1 borgarfulltrúa
- Vinstri græn með 3% og engan borgarfulltrúa
Hver verður næsti borgarstjóri? Gjarnan eru það oddvitar flokkanna sem helst koma til greina í borgarstjórastólin þó fordæmi séu fyrir því að sveitarfélög ráði inn óháða.