Hann komst í samband við konuna á Internetinu. Í skilaboðum sem hann sendi henni á Telegram sagði hann henni að hún hefði enga ástæðu til að lifa og stakk upp á ýmsum aðferðum sem hún gæti notað til að taka eigið líf.
Metro skýrir frá þessu og segir að Webb sé fyrsti Bretinn sem sé ákærður fyrir að hvetja til sjálfsvígs. Hann er einnig ákærður fyrir að hvatt konuna til að veita sjálfri sér alvarlega áverka.
Mál hans er nú til meðferðar hjá Leicester Crown Court. Þar sem hann játaði sök á dómarinn aðeins eftir að kveða upp dóminn yfir honum en það verður gert í byrjun júlí.