fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Pressan

Karlar líklegri en konur til að deyja úr brostnu hjarta

Pressan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 20:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa til kynna að karlar eru líklegri en konur til að deyja úr því sem stundum er kallað harmslegill, eða brostið hjarta.

Harmslegill, eða broken heart syndrome, er þekkt fyrirbæri og á vef Heilsutorgs kemur fram að frá faraldsfræðilegum rannsóknum sé vitað að streita í kjölfarið á stórum neikvæðum atburðum í lífi fólks, þar á meðal fráfalli maka eða veikinda manns nánustu, geti aukið líkurnar á að fá hjarta- eða heilaáfall.

Þá segir enn fremur á vef Heilsutorgs:

„Einnig hefur verið sýnt fram á að þeir einstaklingar sem upplifa streitu eru í meiri áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum samanborið við þá einstaklinga sem ekki upplifa streitu. Þegar við erum að tala um fyrirbærið „brostið hjarta“ (e. Broken Heart Syndrome) erum við þó að tala um bráða og oft svæsna hjartabilun, frekar en bráða kransæðastíflu með hjartadrepi.“

Í frétt NBC News kemur fram að skoðuð hafi verið gögn um 200 þúsund sjúklinga í Bandaríkjunum á árunum 2016 til 2020. Bentu gögnin til þess að 11% þeirra karla sem greindust með heilkennið dóu úr því en aðeins 5% kvenna.

Eins og gögnin gefa til kynna jafna flestir sig en minnihluti fær alvarlegri fylgikvilla. Í frétt NBC News er haft eftir hjartalækni að munurinn á körlum og konum geti skýrst af því að karlar upplifa oft heilkennið eftir líkamlega streitu, til dæmis eftir skurðaðgerð eða eftir heilablóðfall, á meðan konur fá það frekar vegna tilfinningalegs álags.

„Fólk sem verður fyrir tilfinningalegum áföllum hefur í raun oft betri batahorfur,“ segir Dr. Ilan Wittstein frá Johns Hopkins-sjúkrahúsinu en Wittstein var ekki þátttakandi í rannsókninni.

Dr. Mohammad Movahed, aðalhöfundur rannsóknarinnar sem birt var í Journal of the American Heart Association, segir að karlar hafi oft minni félagslegan stuðning til að takast á við streitu sem gæti haft áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Birta sláandi upplýsingar um fund George Clooney og Joe Biden í nýrri bók

Birta sláandi upplýsingar um fund George Clooney og Joe Biden í nýrri bók
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump rak bókasafnsfræðing – „Takk fyrir þjónustuna“

Trump rak bókasafnsfræðing – „Takk fyrir þjónustuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja jólin í hættu vegna Trump

Segja jólin í hættu vegna Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega