Útsendari Manchester United var mættur á leik Portúgals og Japan í U15 ára landsleik í gær.
Segir að útsendarinn hafi verið mættur til að taka út Cristiano Ronaldo Jr.
Cristiano var að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Portúgal en líkt og faðir hans leikur hann með Al-Nassr í Portúgal.
Cristiano sem er 14 ára gamall var áður í herbúðum Manchester United en fór til Sádí Arabíu með pabba sínum árið 2022.
Útsendari Tottenham var einnig mættur til að taka út Cristiano í gær en hann kom inn af bekknum í sínum fyrsta landsleik.
Faðir hans hefur í tvígang spilað fyrir United en óvíst er hvort þeir feðgar verði áfram í Sádí eftir þetta tímabil.