fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þess vegna er það góð venja að tala við sjálfan sig

Pressan
Laugardaginn 17. maí 2025 07:30

Hún talar ekki bara við sjálfa sig. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stendur þú sjálfa(n) stundum að því að tala upphátt við sjálfa(n) þig? Ef svo er, þá getur þú varpað öndinni léttar því þetta er ekki undarlegt og alls ekki neitt áhyggjuefni. Þvert á móti, getur þetta verið mjög gagnlegt.

Að tala við sjálfan sig, sem var lengi talið merki um sérvisku eða einangrun, er nú af vísindamönnum talið gott verkfæri til að hugsa betur, framkvæma betur og skilja sjálfan sig betur. Að tala upphátt hjálpar til við að koma skipulagi á mikinn og óskipulagðan straum hugsana.

Þegar maður hugsar í hljóði, þá geta hugmyndirnar flætt án þess að fylgja nokkurri lógík. Með því að hugsa upphátt, er heilinn neyddur til að hægja á sér, fá yfirsýn og forgangsraða.

Rannsókn, sem var gerð af sálfræðingnum Gary Lupyan hjá University of Wisconsin-Madison, leiddi í ljós að það að tala upphátt við sjálfan sig, bætir hugræna starfsemi, sérstaklega þegar maður er að leita að einhverju eða reynir að leysa vandamál.

Í tilraun, sem hann gerði, fundu þátttakendur, sem sögðu nafnið á því sem þeir leituðu að, hlutinn fyrr en þeir sem sögðu nafnið ekki upphátt.

Að tala við sjálfa(n) sig getur einnig komið stjórn á tilfinningarnar. Ef þú segir hvaða tilfinningu þú finnur fyrir upphátt, til dæmis „Ég er stressaður“ eða „Þetta pirrar mig“, myndar þú einhverskonar innri umræðu. Þetta auðveldar okkur að setja hlutina í samhengi og getur róað okkur án þess að þurfa að ræða málin við einhvern annan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu