fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. maí 2025 10:00

Styttan af séra Friðriki og drengnum var tekin niður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Valgeir Ástráðsson, fyrrverandi sóknarprestur á Eyrarbakka, kemur séra Friðriki Friðrikssyni til varnar. Segir hann þau hafa hæst sem voru ekki fædd þegar Friðrik dó.

„„Að vernda börn er sjálf­sögð skylda, þar ber að standa um traust­an vörð.“ Frels­ar­inn benti á það, sagði: „Leyfið börn­un­um að koma til mín … og hann blessaði þau.“ Það vit­um við kristið fólk að þeirri skip­un ber að hlýða og fram­kvæma,“ segir Valgeir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Við sem þekkt­um sr. Friðrik Friðriks­son vit­um að hann sinnti því og skildi eft­ir meiri bless­un en aðrir. Hann var hlýr í fram­komu, ein­læg­ur, heilsaði gjarn­an með faðmlagi, sem var al­mennt á hans tíma og all­ir stunduðu, öll­um var það eðli­legt. Við sem þekkt­um hann, sam­herj­ar og vin­ir hans aðrir, viss­um að hann var heiðarleg­ur í öllu sem hann kom ná­lægt. Hann hafði viður­nefnið „Friðrik barna­vin­ur­inn“.“

Verja Friðrik

Eftir að sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon birti upplýsingar um ásakanir gegn Friðriki í ævisögu hans árið 2023 hefur verið mikil umræða um „óeðlilegan áhuga“ hans á ungum drengjum. Meðal annars frásögn af því að hann hafi þuklað á kynfærum á 10 ára dreng. Orsakaði málið að styttan af Friðriki þar sem hann sést sitja með ungum dreng var tekin niður á Lækjargötu.

Ýmsir hafa komið Friðriki til varnar, meðal annars Jón Magnússon og Halldór Gunnarsson. Valgeir bætist nú í þann hóp.

Sjá einnig:

Var tíu ára og hræddur – „Þreifar á því sem fyrir verður, þar á meðal kynfærunum“

„Nú er svo, að sam­fé­lagið er veru­lega opið fyr­ir frétt­um um ásak­an­ir á fólk. Kannski eru ein­hverj­ar sann­ar, sem þarf að taka á, en alls ekki á verksviði frétta­mennsku eins og virðist vera al­geng­ast nú. Marg­ir sak­laus­ir ein­stak­ling­ar hafa orðið fyr­ir hræðileg­um ásök­un­um, misst mann­orð sitt og störf, án for­sendu. Til eru þeir menn sem hafa leitað til æðstu dóm­stóla og unnið. Það hef­ur ekki verið hrópað eða bent á,“ segir Valgeir í greininni.

Nánir vinir

Vísar hann til þess að fólk hafi haft um Friðrik orð sem var ekki fætt þegar hann lést.

„Ágæt ann­ars góð út­varps­kona nefndi í umræðunni „barn­aníðing“. Sú fædd­ist 28 árum eft­ir að sr. Friðrik dó. Önnur mæt kona sagði að lengi hefði verið geymt eitt­hvað grugg­ugt. Sú er fædd 12 árum eft­ir dauða sr. Friðriks,“ segir Valgeir. „Það er vert að vanda bet­ur heim­ild­ir. Þau sem hafa hæst í árás­um á sr. Friðrik eru fólk sem var ekki fætt þegar hann dó. En við erum nokkr­ir eft­ir enn þá sem þekkt­um hann.“

Bendir Valgeir á að hann hafi alist upp með Friðriki, faðir hans og afi hafi verið nánir vinir Friðriks. Mynd sé til af því þegar Friðrik haldi á honum þriggja ára í Vatnaskógi. Sú mynd hafi farið víða og telur Valgeir það mikinn heiður.

„Ég var á ferm­ing­ar­aldri þegar ég var sett­ur til þess að lesa blaðið fyr­ir hann. Þess vegna var ég oft lang­ar stund­ir með hon­um ein­um, all­ar minn­is­stæðar. Hann var sann­ar­lega fjarri því að vera sá maður sem aus­inn er auri núna af fólki sem þekkti hann ekk­ert. Hann var ein­stakt prúðmenni, jafnt við full­orðna sem börn,“ segir Valgeir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“