En það er alls ekki nauðsynlegt að baða sig svona oft og það er ekki bara afsökun fyrir að vera latur að sögn miðilsins Chip sem segir að hugmyndafræðin um að fara sjaldnar í bað sé í sókn og hún snúist ekki bara um að spara vatn og þar með peninga.
Sérfræðingar segja að með því að fara sjaldnar í bað eða sturtu, þá gerum við bæði húðinni okkar og umhverfinu greiða.
Heitt vatn og sápa slítur náttúrulegum olíum líkamans og dregur úr verndinni sem þær veita. Þetta hefur í för með sér að húðin verður þurrari og þá þurfum við hugsanlega að nota krem til að vega á móti þurrkinum.
Marion Moers-Capi, húðlæknir, mælir með að fólk baði sig einu sinni eða tvisvar í viku og fari sparlega með sápuna. Með því verði húðin ekki eins þurr.
Hún sagði að margir þvoi sér of oft, í of heitu vatni og of lengi. Tuttugu mínútna bað daglega sé alls ekki nauðsynlegt og alls ekki gott fyrir líkamann.