fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Eyjan
Laugardaginn 10. maí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég tók fram hjólið mitt á dögunum til að sinna einhverri erindisleysu íklæddur reimuðum hlaupaskóm og hallærislegum krumpugalla. Á leiðinni vafðist önnur skóreimin utan um pedalann svo að fótur og pedali urðu eitt. Á áfangastað reyndi ég að stíga af baki en missti jafnvægið og skall aftur fyrir mig á mjöðm og öxl.

Ég lá skyndilega flatur á malbikinu með hjólið ofan á mér og velti því fyrir mér hvort mjöðmin væri brotin og mín biði margra vikna píslarganga milli önugra sérfræðilækna. Mér fannst ég minna á furðuveru úr vísindasögu þar sem ég lá fastur með hjólið í fanginu. Enginn kom mér til hjálpar svo að ég losaði mig og stóð upp eftir drykklanga stund og steig í báða fætur. Þeir voru óbrotnir mér til mikillar furðu.

Ég sagði öllu mínu umhverfi frá þessum dramatíska atburði en uppgötvaði fljótt að enginn hafði áhuga á gervislysum þar sem enginn meiðist. Fólk svaraði venjulega með sögum af alvörumeiðslum þar sem þolandinn þurfti 20-30 skrúfur í ökklann og langan nagla í lærlegginn. Heimurinn er svo fullur af hörmungum að gamall karl sem dettur af hjóli og sleppur ómeiddur vekur enga athygli.

Konan mín sýndi mér enga vorkunn og bað mig blessaðan að hætta þessu væli. „Þú ert að verða eins og Harry prins sem grætur stöðugt út af smámálum. Þið ástundið báðir vælustjórnun þar sem menn bregða sér í sjúklingshlutverk og krefjast óskiptrar athygli og meðaumkunar. Hringdu í fréttastofu RÚV og reyndu að fá viðtal um vondan aðbúnað hjólreiðamanna í borginni. Menn eru alveg til í að væla með þér á þeim bæ. Hættu strax þessari sjálfsvorkunn og þakkaðu Guði fyrir ekki skyldi fara verr.“

Mér fannst sárt að konan mín skyldi líkja mér við Harry prins þótt ég vildi fá smásamúð eftir þetta hjólaslys. Ég tautaði með sjálfum mér; „mér er samt illt,“ og setti undir mig hausinn og hélt áfram að líða illa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api

Óttar Guðmundsson skrifar: Margur verður af aurum api
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Enn eru fornmenn á ferð
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Andlitin sem enginn man

Nína Richter skrifar: Andlitin sem enginn man
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna