Af 150 löndum víða um heim er bensínverðið næsthæst á Íslandi. Aðeins í Hong Kong er bensínið dýrara en á Íslandi.
Þetta kemur fram á vefnum GlobalPetrolPrices.com sem birtir vikulega bensínverð í 150 löndum. Myntbreyta fylgir listanum og er hægt að sjá verðið í gjaldmiðli allra ríkjanna, þar á meðal íslenskri krónu.
Samkvæmt listanum var meðalbensínverð á Íslandi þann 5. maí síðastliðinn rúmlega 308 krónur. Bensínlítrinn í Hong Kong kostaði hins vegar 447 krónur.
Ódýrasta bensínið samkvæmt listanum er í Lýbíu, 3,5 krónur.
Danmörk er með þriðja dýrasta bensínið, en þó töluvert ódýrara en á Íslandi, lítrinn þar kostar 280 krónur. Bensínlítrinn í Noregi kostar 252 krónur en aðeins 206 krónur í Svíþjóð.
Sjá nánar hér.