fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 07:30

Valetta á Möltu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með tímamótadómi Evrópudómstólsins hefur hann slegið því föstu að sala maltneskra yfirvalda á „gullvegabréfum“ sé brot á lögum Evrópusambandsins. Margir rússneskir auðmenn, sem ESB hefur beitt refsiaðgerðum, og dæmdir glæpamenn hafa greiðan aðgang að ESB með þessum vegabréfum.

Rússnesku auðmennirnir og dæmdir glæpamenn geta farið ferða sinna innan ESB, þökk sé „gullvegabréfum“ frá Möltu en þarlend yfirvöld hafa mokað milljörðum inn á síðustu árum með því að selja þessi vegabréf.

En nú hefur Evrópudómstóllinn stöðvað þetta og þar með verða maltnesk yfirvöld að hætta sölu á ríkisborgararétti til útlendinga. Þeir sem hafa keypt sér ríkisborgararétt hafa þar með tryggt sér ævilangt dvalarleyfi á Möltu eða í öðrum ESB-ríkjum.

Með maltnesku vegabréfi fylgir ríkisborgararéttur í ESB með öllum þeim réttindum og kostum sem fylgir. Rússar og fólk frá öðrum ríkum, sem hefur keypt sér maltneskt vegabréf, getur því búið og starfað hvar sem er í ESB og hefur kosningarétt.

Það var ekki á allra færi að kaupa sér maltneskt vegabréf því kaupandinn þurfti að sýna fram á fjárfestingu upp á að minnsta kosti 600.000 evrur á Möltu, til dæmis í fasteignum.

Maltneska ríkisstjórnin hefur nú þegar tilkynnt að hún muni hlýta dómsniðurstöðunni og hætta sölu á ríkisborgararétti. En seld vegabréf verða ekki innkölluð og því munu rússnesku auðmennirnir og aðrir, sem keyptu vegabréf, geta farið frjálsir ferða sinna um ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Í gær

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV

Robert Prevost er fyrsti bandaríski páfinn – Valdi sér nafnið Leó XIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA