fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Þórarinn Ingi ráðinn í Garðabæinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 13:36

Mynd: Stjarnan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

Félagið staðfesti þetta fyrir skömmu, en Þórarinn lagði skóna á hilluna í vetur. Hann hafði leikið með Stjörnuni frá 2018.

Þar áður var Þórarinn hjá FH og ÍBV, auk þess sem hann lék með Sarpsborg í Noregi um skeið.

Tilkynning Stjörnunnar
Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur verið ráðinn nýr verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

Tóti er Stjörnufólki kunnugur eftir að hafa verið með okkur undanfarin ár sem leikmaður. Hann hefur sterkar rætur innan félagsins og mikla reynslu úr heimi knattspyrnunnar og erum við þar af leiðandi sannfærð um að hann muni styrkja starfið enn frekar og leggja sitt af mörkum til að þróa og efla knattspyrnudeildina áfram.

„Ég er virkilega stoltur að fá tækifærið til að starfa fyrir Stjörnuna. Félag sem mér þykir afskaplega vænt um og hjálpaði mér mikið á mínum ferli. Nú mun ég geta lagt mitt af mörkum í því góða starfi sem nú þegar er unnið hjá félaginu í heild sinni. Ég hlakka til að sjá ykkur öll á vellinum í sumar! Skíni Stjarnan.“ segir Þórarinn Ingi um nýja starfið.

Til hamingju Þórarinn og knattspyrnudeild!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“