Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, ávarpaði brúarsmiðina og fleiri á miðvikudag í síðustu viku í gegnum fjarfundabúnað og sagði að þetta væri fyrsta brúin, ætluð bílum og öðrum vélknúnum ökutækjum, á milli Rússlands og Norður-Kóreu og marki tímamót í samskiptum ríkjanna.
Brúin verður 4,7 km að lengd, eru aðliggjandi vegir þá meðtaldir. 424 vegtenging verður gerð í Rússlandi og 581 metra vegtengin í Norður-Kóreu að sögn rússnesku Tass ríkisfréttastofunnar. Brúin verður sjö metrar á breidd og smíði hennar mun kosta sem nemur um 14 milljörðum króna.
Verkinu á að vera lokið í árslok 2026 og segja Rússar að með tilkomu hennar muni samskipti íbúa ríkjanna tveggja aukast, fleiri ferðamenn muni fara á milli ríkjanna og vöruskipti muni aukast.
Fyrir er ein brú á milli ríkjanna sem er aðeins ætluð járnbrautarlestum.