fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 08:00

Loftmynd af framkvæmdasvæðinu. Mynd:NK News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru byrjaðir að smíða brú yfir ána Tumen. Mun brúin tengja Rússland og Norður-Kóreu og verður fyrsta vegtengingin á milli þessara tveggja einræðisríkja. Þykir smíði hennar vera til marks um aukin samskipti og samstarf ríkjanna.

Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, ávarpaði brúarsmiðina og fleiri á miðvikudag í síðustu viku í gegnum fjarfundabúnað og sagði að þetta væri fyrsta brúin, ætluð bílum og öðrum vélknúnum ökutækjum, á milli Rússlands og Norður-Kóreu og marki tímamót í samskiptum ríkjanna.

Brúin verður 4,7 km að lengd, eru aðliggjandi vegir þá meðtaldir. 424 vegtenging verður gerð í Rússlandi og 581 metra vegtengin í Norður-Kóreu að sögn rússnesku Tass ríkisfréttastofunnar.  Brúin verður sjö metrar á breidd og smíði hennar mun kosta sem nemur um 14 milljörðum króna.

Verkinu á að vera lokið í árslok 2026 og segja Rússar að með tilkomu hennar muni samskipti íbúa ríkjanna tveggja aukast, fleiri ferðamenn muni fara á milli ríkjanna og vöruskipti muni aukast.

Fyrir er ein brú á milli ríkjanna sem er aðeins ætluð járnbrautarlestum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“