fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. maí 2025 09:00

Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, segist í myndbandi á Facebook-síðu sinni vilja vekja athygli á dómsmáli sem tekið verður fyrir nú í vikunni.

„Mig langaði sem sagt að vekja athygli ykkar á því að núna í næstu viku, þann sjöunda maí, verður fyrirtaka í máli míns fyrrverandi manns sem er ákærður í dag fyrir morðtilraun gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hafdísi Báru Óskarsdóttur, austur á Vopnafirði eins og fjölmiðlar fjölluðu um á sínum tíma. Ég ætla þangað. Ég ætla að vera þar ekki til að veita honum athygli heldur til þess að styðja Hafdísi Báru. Og ég og fleiri verðum þarna til þess að sýna henni stuðning á meðan að hún ber vitni.“

Sami maður beitti Ágústu ofbeldi í 14 ár

Ágústa hefur áður  greint frá því að sami maður beitti hana heimilisofbeldi. Hefur hún skrifað færslur á Facebook og greinar, auk þess sem hún steig í pontu á Alþingi þann 25. mars síðastliðinn og opnaði sig um heimilisofbeldið sem hún sætti í 14 ár.

Sjá einnig: Þingmaður Miðflokksins opnar sig um áralangt heimilisofbeldi Vopnafjarðarhrottans

Í myndbandinu segist Ágústa einnig vilja vekja athygli á meðferð málsins fyrir og eftir manndrápstilraunina og hversu samfélagið sé komið þó að margt hafi áunnist til hins betra. 

„Við getum tekið sem dæmi að þegar ég stökk upp í lögreglubíl þegar hann hafði keyrt mig niður í jörðina, það var svona mitt fyrsta högg og fyrsta sjokk. Þá var ég bara rétt rúmlega tvítug. Þannig að það eru tuttugu og fimm ár síðan. Að þá fer ég upp í lögreglubíl eftir að ég kemst undan honum og segi: Ég vil kæra. Og löggan þá segir: Já einmitt, viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma svo bara til okkar á morgun ef að þú ert ennþá á sömu skoðun?“ rifjar Ágústa upp og kemur síðan máli Hafdísar Báru:

„Tuttugu og fimm árum seinna á Vopnafirði. Var Hafdís Bára búin að vera mjög dugleg að kvarta undan sínum geranda. Hún kærði hann fyrir nauðgun þegar hann reyndi að nauðga henni og réðst á hana þarna heima hjá þeim. Hún var búin að vera áður að kvarta yfir honum vegna skilaboða og alls konar. Og hún fær svörin um að eða spurningu frá lögreglunni; er þetta ekki bara allt saman innantómar hótanir. Þetta er alveg ótrúlegt að upplifa þetta öllum þessum árum seinna. Og hún sækir um nálgunarbann eftir þessa tilraun til nauðgunar. Og einhverjum dögum seinna kemur höfnun á nálgunarbann vegna þess að þetta er ekki talið nógu alvarlegt brot. Þá bara er það fyrsta sem manni dettur í hug bara hvað er nógu alvarlegt. Þetta er alveg með ólíkindum. Bara daginn eftir reynir hann að drepa hana. Þá ræðst hann á hana og reynir að myrða hana. Hann er tekinn í yfirheyrslu eftir að hún hringir á hjálp og vinir hennar sem voru þarna komnir öllu bjarga. Hann er tekinn í yfirheyrslu og honum er sleppt bara af yfirheyrslu lokinni. Það er bara labbúdd og bara allt í lagi.“ 

Bendir Ágústa á að maðurinn hafi búið í næsta húsi fyrir ofan Hafdísi Báru, „þrjú hundruð metrum frá á bóndabæ þar sem að langt var í næstu hjálp. Þetta var ekki einhvers staðar inni í bæ eða þar sem voru fullt af öðru fólki. Og það er ekki fyrr en að fjölmiðlar fara í málið. Og Hafdís er svo hugrökk að stíga fram og segja frá sinni reynslu og sinni sögu. Að það er ekki fyrr en þá sem hann er þá allt í einu kallaður aftur inn til lögreglunnar og þá er hann settur í gæsluvarðhald. Þannig að maður veltir því fyrir sér hvað er að í kerfinu okkar.“ 

DV var fyrstur miðla til að greina frá málinu á sínum tíma.

Sjá einnig: Óhugnanlegt ofbeldismál skekur Vopnafjörð – „Hann segir að rifflinum sé miðað að húsinu hennar“

Sjá einnig: Ofbeldismálið á Vopnafirði: Konan tjáir sig og fyrrverandi vinur mannsins lýsir skelfilegri árás – „Ég á kúbein“

Segist bíða spennt eftir dómi út af þrennu

Ágústa segist bíða spennt eftir dóminum sem maðurinn fær, aðallega út af þrennu. 

„Það er í fyrsta lagi hversu langan dóm fær hann. Hversu lengi mun hann ganga laus áður en hann hefur afplánun. Og í þriðja lagi hvað mun hann þurfa raunverulega að sitja lengi inni þegar uppi er staðið. Kerfið eins og við búum við það í dag er nánast eins og umbununarkerfi fyrir ofbeldismenn og glæpamenn. Að menn komast upp með að murka lífið úr fólki hvað eftir annað. Og þetta er nánast eins og að slá bara létt á handarbakið á þeim og segja bara skamm. Hvers vegna lítur dómskerfið á gróf ofbeldismál sama hvort að þetta eru kynferðisofbeldismál eða annað, hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum? Það það er bara spurning sem ég bara get ekki svarað. Og er ekki mitt að svara. Það væri ágætt ef að menn gætu gefið eitthvert svar við því sem að bera ábyrgð á því. “

Ofbeldi skerðir lífsgæði fólks að eilífu

Bendir Ágústa á að ofbeldið sem þolendur eru beittir lifir með þeim alla ævi.

„Og þetta skerðir lífsgæði fólks að eilífu og þetta veldur í þeim tilvikum þar sem að gerandinn myrðir ekki manneskjuna, það þýðir ekki að manneskjan lifi af því að sjálfsvíg eru líka þekkt eftir svona og fólk nær sér aldrei. Hvers vegna þurfa menn þá ekki að sæta ábyrgð á gjörðum sínum innan dómskerfisins? Það bara skil ég ekki og sjálfsagt mjög margir aðrir en ég.“

Segist Ágústa vona að sem flestir veiti málinu athygli, þar á meðal fjölmiðlar, en fyrirtaka er 7. og 8. maí. „Og ég vona að þeir muni fylgjast vel með þessu því ég mun gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“