fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Kári Stefánsson var rekinn fyrirvaralaust

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust úr starfi. Það vakti athygli þegar tilkynnt var í morgun að Kári væri hættur hjá stórfyrirtækinu sem hann stofnaði og að Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem væru teknir við sem nýir framkvæmdastjórar. Fréttatilkynning var send frá almannatenglafyrirtæki en ekki frá fyrirtækinu sjálfu. Það vakti sömuleiðis athygli að ekkert var haft eftir Kára í fréttatilkynningunni þó svo slík sé venjan við stór kaflaskipti sem þessi.

Nú liggur fyrir að Kári hætti ekki að eigin ósk en hann hafði áður heitið því að vinna til síns dánardags. Kári segir í samtali við Vísi að hann geti ekki tjáð sig neitt að viti um málið sem stendur en ætlar að gera það eftir helgi.

Yfirmaður samskiptamála hjá Amgen, eiganda Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið hafi tekið stefnumótandi ákvörðun um að skipta um forystu til að samræma betur við alþjóðlega rannsóknar- og þróunarstarfsemi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Í gær

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út