fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dómsdagsmamman sakfelld fyrir annað morð

Pressan
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Arizona í Bandaríkjunum hefur fundið dómsdagsmömmuna svokölluðu, Lori Vallow Daybell, seka um að hafa lagt á ráðin um morð á fyrrverandi eiginmanni sínum árið 2019. Hún afplánar þegar lífstíðardóm fyrir að hafa myrt börn sín og á nú yfir höfði sér annan lífstíðardóm.

Lori fékk viðurnefnið Dómsdagsmamman en fjallað var um hana og fjölskyldu hennar í Netflix-þáttaröðinni Sins of Our Mother (Syndir móður okkar). Hún var hluti af öfgafullum sértrúarsöfnuði sem klauf sig frá kirkju mormóna og trúði því statt og stöðugt að heimsendir væri í nánd.

Sjá einnig: Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Lori var dæmd í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn árið 2023 fyrir að hafa orðið tveimur yngri börnum sínum, Joshua, 7 ára og Tylee Ryan, 16 ára, að bana og tekið þátt í samsæri um að myrða fyrri eiginkonu eiginmanns síns, Tammy Daybell. Eiginmaður Lori, Chad Daybell, var dæmdur til dauða vegna morðanna.

Á þessum tíma taldi lögreglan einnig að Lori og Chad hefðu einnig komið að morðinu á fyrrverandi eiginmanni Lori, Charles Wallow. Hann var skotinn til bana árið 2019.

Það var Alex Cox, bróðir Lori, sem tók á sig sök í því máli og bar við sjálfsvörn. Lögreglan taldi hins vegar að Lori og jafnvel Chad hefðu tengst morðinu. Alex lést af eðlilegum orsökum í desember 2019 og var því aldrei ákærður fyrir morðið.

Lori var hins vegar ákærð og er dómur nú fallinn í málinu. Að mati kviðdóms tókst að færa sönnur á það að Lori og Alex hefðu lagt á ráðin um morð á Charles árið 2019 og ástæðan hafi verið sú að hún vildi fá líftryggingu hans greidda út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum