fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Pressan
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíburasysturnar Bridgette og Paula Powers hafa alltaf verið samrýmdar. Það sást kannski best í viðtali sem þær veittu ástralskri sjónvarpsstöð fyrir skemmstu þar sem þær ræddu um óhugnanlega reynslu aldraðrar móður þeirra.

Systurnar eru 50 ára gamlar en umrætt viðtal sem þær veittu 7News Queensland hefur farið sem eldur í sinu um netheima.

Í því ræddu þær atvik þar sem móður þeirra var ógnað með skotvopni af manni eftir að hún kom að umferðarslysi.

Systurnar mættu í viðtalið alveg eins klæddar og eiginlega með sömu hárgreiðsluna. Það sem vakti þó mesta athygli var hvernig þær töluðu nánast eins og ein manneskja þegar þær lýstu atvikinu.

Bandaríski stjórnmálaskýrandinn Collinn Rugg deildi viðtalinu á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði að viðtalið væri án efa eitt af bestu viðtölum allra tíma.

Einhverjir hafa líka velt því fyrir sér hvort um einhvers konar plat sé að ræða en Bridgette segir það af og frá. Hún segir í samtali við SBS News að þær systurnar hafi alls ekki æft viðtalið eða samhæft svör sín. Segir hún að þetta gerist reglulega.

Þá er rifjað upp í umfjöllun SBS News að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem systurnar vekja athygli af sömu ástæðu. Þannig hafi þær veitt breska fjölmiðlamanninum Piers Morgan viðtal árið 2016 um þennan eiginleika sinn. Lýsti Morgan því að um hafi verið eitt besta viðtal sem hann hefur tekið á ferlinum.

Sjón er sögu ríkari en viðtölin bæði má sjá hér að neðan. Annars vegar það sem þær veittu 7News Queensland og svo það sem þær veittu Good Morning America árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna