fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 14:30

Vladimír Pútín. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tíu ára gamli Ivan Vladimirovich er sagður vera mest einmana drengur Rússlands. Faðir hans er Vladimir Pútín Rússlandsforseti og sá á sér ófáa óvildarmenn. Öryggisverðir fylgja því Ivani litla hvert skref og hann er sagður hafa afar lítil samskipti við önnur börn.

Á dögunum birti Telegram-síðan VChK-OGPU, sem stjórnarandstæðingar halda úti, fyrstu opinberu myndina af Ivani litla en tilvist hans og Vladimir, fjögurra ára bróður hans, er haldið rækilegra leyndri.  Daily Mail greindi frá.

Fyrsta myndin af Ivan Putin

Pútín hefur enda aldrei viðurkennt að vera faðir drengjanna enda heldur hann einkalífi sínu kyrfilega fyrir utan kastljós fjölmiðla. Hann er sagður hafa eignast drengina með fyrrverandi fimleikastjörnunni Alinu Kabaeva, sem er um þremur áratugum yngri en forsetinn. Á dögunum áttu sér hins vegar stað óvanaleg mistök en þá sagði Pútín njóta þess að horfa á ævintýramyndir með „stubbunum sínum“ og viðurkenndi þar með, að flestra mati, tilvist að minnsta kosti einhverra afkvæma.

Auk drengjanna tveggja, sem Pútín er sagður eiga, þá á hann einnig tvær dætur, Maríu og Katerínu, sem eru fæddar 1985 og 1986, með fyrrverandi eiginkonu sinni Lyudmilu Alexandrovnu Shkrebneva. Þá er Pútín einnig sagður hafa eignast lausaleiksdóttur, Ekaterinu Krivonogikh, árið 2003 með ástkonu sinni, Svetlöna Krivonogikh.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna