fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að mikil óvissa sé um hver forboðatími eldgoss í Ljósufjallakerfinu gæti verið.

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag og vísar í tillögur sem Páll leggur fram í nýrri skýrslu fyrir Veðurstofu Íslands um Ljósufjallakerfið.

Eins og komið hefur fram hefur virkni á svæðinu aukist frá árinu 2021 og er skemmst að minnast skjálfta, 3,7 að stærð, sem varð síðastliðinn mánudag. Eldstöðvakerfið er nokkuð víðfeðmt og teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag leggur Páll til að komið verði upp neti skjálfta- og aflögunarmæla á Snæfellsnesi og Mýrum. Hann telur að ýmis rök hnígi að eldgosavirkni á svæðinu og teiknar upp þrjár mögulegar sviðsmyndir.

Ein þeirra er að draga muni úr virkni án frekari tíðinda og önnur að skjálftavirkni haldi áfram án þess að kvika nái til yfirborðs. Sú þriðja er svo að eldgos brjótist út og er þá einkum horft til fjögurra svæða í kerfinu.

Bendir Páll á það, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að óvíst sé hversu langur tími gæfist til að gefa út viðvörun um yfirvofandi gos við Grjótárvatn. Hugsanlega verði forboðatíminn svipaður og í Heimaeyjargosinu 1973, eða um 30 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann