Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki alveg nógu sáttur með markvörðinn Alisson í 1-0 sigri á Brighton í dag.
Alisson ákvað í síðari hálfleik að vippa boltanum yfir leikmann Brighton sem kom og pressaði boltann í öftustu línu Liverpool.
Alisson var eins rólegur og þeir gerast en Klopp var ekki of hrifinn af þessum tilþrifum Brassans.
,,Þetta var ekki alveg í lagi. Ég hef þjálfað nokkra varnarmenn sem gera svona hluti eins og Mats Hummels,“ sagði Klopp.
,,Allisson er augljóslega mjög góður í fótbolta miðað við að vera markvörður. Mér líkaði betur við vörsluna hans en vippuna.“