fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Sport

Bróðir Arnars Þórs stoltur af honum og skýtur á KSÍ – „Aðdáunarvert hvernig hann hefur tæklað þessa gagnrýni“

433
Laugardaginn 1. október 2022 09:00

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson og Davíð Þór Viðarsson settust í settið í Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á föstudögum á Hringbraut. 

Karlalandsliðið var til umræðu, sem og landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson. Hann hefur legið undir gagnrýni lengi en Ísland átti fína leiki gegn Venesúela og Albaníu á dögunum. 

„Gagnrýni er af hinu góða en maður þarf að taka svona hluti inn í myndina þegar talað er um gæði landsliðsins,“ segir Davíð, en hann er bróðir Arnars. 

„Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Ég er auðvitað langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. En mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel. Í öllu þessu fjaðrafoki sem var í kringum landsliðið fyrir ári síðan, þá stóð hann keikur og tók á móti spurningunum. Það var enginn annar frá sambandinu sem var að bakka hann upp. Hann fær þetta í fangið, gerir það eins vel og hann getur. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hann hefur tæklað þessa gagnrýni, mér finnst hann vera að komast á fínan stað með þetta landslið.“  

Davíð er afar stoltur af bróður sínum. „Þetta var mín helsta fyrirmynd þegar ég var yngri og er það enn í dag. Ég veit alveg hvaða mann hann hefur að geyma. Ég hef mjög mikla trú á honum og er ótrúlega stoltur af honum.“ 

Í vikunni staðfesti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, að hún hafi rætt við Heimi Hallgrímsson í sumar og tekið stöðuna á honum. 

„Ég hef eiginlega enga skoðun á því. Það er bara hennar að svara fyrir það ef hún vill svara fyrir það,“ segir Davíð við því. 

Tómas Þór skilur vöndu vel. „Hún er ekki að vinna vinuna sína ef hún er ekki að athuga hvað er í boði. Þó að þetta hafi verið góðar 45 mínútur er tölfræðin ekki með honum í liði.“ 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
Hide picture