8 fangaverðir og fimm fangar lágu í valnum í kjölfar uppþots í ríkisfangelsi Colorado í Canon City í Bandaríkjunum í október 1929. Forsprakki fanganna, Danny Daniels, hótaði að myrða fangaverðina ef honum og fjórum félögum hans yrði ekki sleppt lausum. Ekki var gengið að kröfum hans og hann stóð við orð sín og banaði einnig fjórum félögum sínum og framdi að lokum sjálfsvíg.