Bubbi fer ekki leynt með það hversu dásamlegt það er að vera allsgáður. Í vikunni skrifaði hann eftirfarandi færslu á Twitter-síðu sína: „Að vera stónd var lausn í lífi mínu í ákveðinn tíma. Að vera edrú 365 daga ársins er að lifa.“
Í síðustu viku var ásjóna Bubba falin á útsmoginn hátt á síðum DV. Mjög fáir lesendur höfðu upp á goðinu en Bubbi var falinn í eyra sparibauks á blaðsíðu 44 í blaðinu. Nokkrir glöggir lesendur fundu þó Bubba og var dregið úr innsendum lausnum. Sá heppni var Hafnfirðingurinn Andri Fannar Guðmundsson og hlýtur hann gjafabréf á valinn veitingastað að launum.
Ásjóna Bubba er að sjálfsögðu aftur falin í blaði helgarinnar. Ef lesendur finna kempuna þá geta þeir sent okkur upplýsingar um felustaðinn á netfangið: bubbi@dv.is. Dregið verður úr innsendum lausnum og fær sá heppni gjafabréf á veitingastað í höfuðborginni í verðlaun.