

Knattspyrnugoðsögnin Eiður Smári Guðjohsen skemmti sér konunglega eins og aðrir sem horfðu á leik Manchester City og Monaco í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Átta mörk litu dagsins ljós en á Twitter vildi erlendur aðdáandi Eiðs meina að 4-2 sigur Chelsea á Barcelona árið 2005, þar sem Eiður var meðal markaskorara, hafi verið betri.
Annar fylgjandi Eiðs vill þó meina að þarna sé sá fyrri að sleikja upp átrúnaðargoðið með þeim orðum: „Eið verkjar í eistun núna, þú mátt hætta að sjúga.“
Eiður endurvarpar tístinu til ríflega 30 þúsund fylgjenda sinn á Twitter með hnyttnu svari:
„Nei, þau eru fínu lagi … takk fyrir umhyggjuna.“