

Smári McCarthy er ekki ánægður á þingi og sagði á dögunum: „Alþingi er svo til getulaust … lenti í því á dögunum að þurfa að greiða atkvæði um mál sem ég hafði heyrt um en ekki náð að lesa, og var það ekki fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna sem ég fékk að vita að stóra atriðið sem stóð útaf í því hafði ekki verið lagfært.“ Það er vitanlega ekki gott þegar þingmenn vita ekki hvað þeir eru að gera. Spurning hvort þeir ættu ekki að líta í eigin barm í því samhengi frekar en finna sinnustaðnum allt í foráttu.