

Orð hagfræðingsins Ólafs Ísleifssonar sem hann viðhafði á Útvarpi Sögu hafa vakið athygli. Þar fjallaði hann um heimsókn sýrlenskra flóttamanna á Bessastaði og sagði: „Mér fannst eins og þetta fólk væri allt í einu orðið einhvers konar leikmunir, eins og það væri gert að leikmunum í einhverju leikriti sem er ætlað að sýna fram á náttúrulega alveg óendanlega manngæsku þeirra sem að þarna áttu hlut að máli.“ Þessi óvænta gagnrýni Ólafs beinist að forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra,