
Taki Ole Gunnar Solskjær við Manchester United til bráðabirgða fær hann svakalegan bónus ef hann kemur liðinu í Meistaradeildina.
Norðmaðurinn er í viðræðum við United eftir að Ruben Amorim var rekinn á mánudag, en félagið hyggst ráða bráðabirgðastjóra fram á sumar og finna mann til frambúðar þá.
Samkvæmt norska miðlinum Nettavisen er Solskjær tilbúinn að þiggja laun upp á um 50–60 þúsund pund á viku, sem þykir ekkert svakalegt í ensku úrvalsdeildinni. Hins vegar er sagt að samningurinn innihaldi bónus upp á 3–4 milljónir punda ef United nær Meistaradeildarsæti.
Solskjær, sem er goðsögn hjá United frá tíma sínum þar sem leikmaður, stýrði United einnig frá 2018 til 2021. Þá tók hann einmitt við sem bráðabirgðastjóri til að byrja með.