
Liam Rosenior er kominn til London til að ganga formlega frá ráðningu sinni sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea.
Viðræður eru á lokastigi og er þessi 41 árs gamli Englendingur kominn til höfuðborgarinnar til að ljúka síðustu formsatriðum áður en hann verður kynntur sem arftaki Enzo Maresca, sem yfirgaf Chelsea eftir ósætti við yfirmenn á dögunum.
Sömu eigendur eiga Chelsea og Strasbourg og því var hægðarleikur að fá Rosenior yfir, en hann hefur gert góða hluti í Frakklandi og í Sambandsdeildinni.
Svo gæti farið að Rosenior verði kynntur til leiks strax í gær en Calum McFarlane, þjálfari U-21 árs liðsins, stýrði Chelsea gegn Manchester City í gær og náði í jafntefli á lokaandartökunum.
Strasbourg leitar nú að arftaka Rosenior. Talið er að Gary O’Neil, fyrrum stjóri Wolves, sé á meðal þeirra sem koma til greina hjá félaginu.
Chelsea er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig, 17 stigum á eftir toppliði Arsenal. Liðið mætir Fulham í næsta leik á miðvikudag.