

Eiginkona Lionel Messi, Antonela Roccuzzo, hefur verið sökuð um að hafa komið í veg fyrir að brasilíska fyrirsætan og ofuraðdáandinn Suzy Cortez fengi að mæta á úrslitaleik MLS í síðasta mánuði.
Messi, sem er 38 ára, leiddi Inter Miami til 3-1 sigurs á Vancouver Whitecaps í úrslitaleiknum. Cortez heldur því þó fram að henni hafi verið meinaður aðgangur að leikvangingum að beiðni Roccuzzo til forráðamanna Inter Miami. Hún segir atvikið hafa verið niðurlægjandi og valdið sér opinberri skömm.

„Mér fannst ég niðurlægð. Enginn ætti að vera bannaður á opinberan íþróttaviðburð vegna persónulegra mála eða deilna á samfélagsmiðlum,“ sagði Cortez.
Cortez heldur því jafnframt fram að hún hafi verið útilokuð af öllum samfélagsmiðlareikningum Messi-fjölskyldunnar. Hvorki Messi, Roccuzzo né Inter Miami hafa brugðist við ásökununum.
Cortez hefur um árabil verið þekkt fyrir mikla aðdáun á Messi og er með fjölda húðflúra honum til heiðurs, þar á meðal nafn hans, myndir og treyjunúmerið 10.