fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. september 2025 21:20

Hermann Hreiðarsson. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK vann hádramatískan sigur á Þrótti í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar í kvöld. Spilað var í Kópavogi.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni komust heimamenn yfir þegar Eiríkur Þorsteinsson Blönda varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.

Við tóku ótrúlegar rúmar tíu mínútur þar sem Bart Kooistra kom HK í 2-0, Viktor Andri Hafþórsson og Brynjar Gautur Harðarson jöfnuðu fyrir Þrótt og Liam Daði Jeffs kom þeim yfir.

Það liðu svo aðeins nokkrar mínútur til viðbótar áður en Karl Ágúst Karlsson jafnaði fyrir HK og kom hann þeim svo yfir á ný undir lok leiks. Lokatölur 4-3.

Það er allt opið fyrir seinni leik liðanna í Laugardalnum á sunnudag. Sigurvegarinn mætir Keflavík eða Njarðvík í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni. Staðan í hinu einvíginu er 2-1 fyrir Njarðvík eftir leik kvöldsins í Keflavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM