Sjónvarpsstöðin FOX í Bandaríkjunum setti nýtt met á dögunum er stöðin sýndi frá leik bandaríska karlalandsliðsins við Kosta Ríka.
FOX bætti eigið áhorfendamet í undanúrslitum Gullbikarsins en 1,9 milljónir manns stilltu inn og horfðu á viðureignina.
Þeir bandarísku höfðu betur eftir virkilega spennandi leik en úrslitin voru að lokum ráðin í vítakeppni.
Metið stóð áður í 1,4 milljónir manns en það var sett 2023 er Bandaríkin spiluðu við Kanbada í sömu keppni.
Þetta er met áhorf í Gullbikarnum en þar er þó úrslitaleikurinn ekki tekinn með sem er oft gríðarlega vinsæll í þeirri keppni.