Eins og margir vita er Olivier Giroud mættur til Frakklands en hann hefur skrifað undir hjá Lille þar í landi.
Giroud er 38 ára gamall og hefur ekki spilað í Frakklandi í mörg ár en hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Giroud ákvað að hringja í vin sinn Eden Hazard eftir undirskriftina en Hazard hóf atvinnumannaferil sinn hjá einmitt Lille.
Þeir félagar þekkjast vel og voru saman hjá Chelsea en Belginn hefur í dag lagt skóna á hilluna.
,,Oh, gamli maður! Sjá hvað þetta er fallegt. Treyjan fer þér vel,“ sagði Hazard við Giroud í símtalinu.
,,Vinur, þetta er mitt félag og þú veist það. Þú þarft að sjá um Lille í dag.“
On vous devait ce call entre nos deux Légendes ! ☝️
Enjoy 🤩#Giroud #Hazard #Mercato pic.twitter.com/DYd5F9O4xs— LOSC (@losclive) July 2, 2025