Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mætti á fyrsta leik Íslands á EM gegn Finnlandi í gær og tók svo morgunmat með liðinu í morgun.
Halla sá því miður 1-0 tap íslenska liðsins, sem átti ekki sinn besta dag, en hún gerði vel í að lyfta hópnum upp í morgunmatnum í dag.
„Hún mætti og var frábær, góð stemning í henni og gaf þeim gott pepp,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, annar aðstoðarþjálfara Íslands, við 433.is í dag.
Ísland leikur annan leik riðilsins gegn Sviss á sunnudag og lýkur riðlakeppninni, sem vonandi ekki keppni íslenska liðsins á mótinu, með leik við Noreg eftir viku.