Arsenal hefur fengið jákvæð skilaboð þess efnis að félagið eigi möguleika á því að fá Rodrygo frá Real Madrid.
Rodrygo er kantmaður Real Madrid en ekki er búist við að hann eigi fast sæti í liði Real Madrid á næstu leiktíð.
Xabi Alonso tók við þjálfun liðsins í sumar en Rodrygo hefur fallið í skuggann af öðrum stjörnum liðsins.
Talið er að Real Madrid myndi skoða það að selja Rodrygo á 70 milljónir punda en hann er landsliðsmaður Brasilíu.
Arsenal er að leitast eftir því að styrkja sóknarleik sinn og gæti Rodrygo verið áhugaverður kostur.