Ali Al-Mosawe er genginn í raðir Njarðvíkur á láni frá Víkingi.
Þessi 23 ára gamli leikmaður kom frá Hilleröd í Danmörku fyrir tímabil en hefur ekki tekist að festa sig í sessi í liði Víkings.
Nú fer Al-Mosawe til Njarðvíkur, sem er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar, og fær hann án efa stærra hlutverk þar.
Al-Mosawe er fæddur í Kaupmannahöfn en er ættaður frá Írak. Á hann að baki sjö leiki fyrir U-23 ára lið Írak.