Bayer Leverkusen hefur staðfest að Xabi Alonso hætti með liðið í sumar eftir tveggja og hálfs árs dvöl hjá félaginu.
Alonso ætlar að taka tilboði Real Madrid og taka við sem stjóri liðsins um leið og Carlo Ancelotti hættir.
Ancelotti mun láta af störfum í sumar og vill Alonso taka við sínum gamla félagi.
Alonso hefur gert mjög vel með Leverkusen en fær nú tækifæri til að taka við einu stærsta félagi í heimi.
Alonso átti góða tíma sem leikmaður Real Madrid og hafði átt sér þann draum að þjálfa liðið.
After almost two-and-a-half years, and during the most successful period in the club's history, our head coach, @XabiAlonso, will leave #Bayer04 at the end of the season. pic.twitter.com/SinXlkWJIJ
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) May 9, 2025