fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. maí 2025 10:00

Adriano.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á skemmtilegan lista í dag þar sem fjallað er um harkalegustu slagsmálin í knattspyrnunni.

Fimm atvik voru tekin fyrir en eins og flestir vita er knattspyrna alls ekki íþrótt án snertinga.

Þessi tilvik eru þó langt yfir strikið og þurftu margir af þessum leikmönnum að taka út harða refsingu.

Við byrjum á sögufrægum leik Valencia gegn Inter Milan en því miður fannst ekki betra myndband af þeim slagsmálum.

1. Valencia gegn Inter Milan árið 2007

Það varð allt gjörsamlega vitlaust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2007 er þessi lið áttust við. Í leiknum sjálfum var hart barist en undir lokin þá fóru hnefarnir á loft. Fimm leikmenn voru ákærðir af UEFA og var David Navarro til að mynda dæmdur í sex mánaða bann.

2. Kieron Dyer gegn Lee Bowyer árið 2005

Það þekkja flestir þessa sögu en Dyer og Bowyer voru samherjar hjá Newcastle. Newcastle var 3-0 undir í leiknum og var nú þegar manni færri þegar þeir ákváðu að slást. Bowyer lét Dyer heyra það fyrir að gefa boltann ekki á sig.

3. Everton gegn Lyon árið 2017

Það ætlaði allt að koll um keyra í leik Everton og Lyon í Evrópudeildinni fyrir tveimur árum. Ashley Williams, leikmaður Everton, hóf þetta stríð með því að tækla Anthony Lopes, markvörð Lyon.

4. David Batty gegn Graeme Le Saux árið 1995

Eins og með Dyer og Bowyer þá voru Batty og Le Saux liðsfélagar. Þeir spiluðu með Blackburn í Meistaradeildinni og var ansi heitt þeirra á milli í leik við Spartak Moskvu. Tim Sherwood, fyrirliði Blackburn, þurfti að stöðva slagsmálin.

5. Manchester United gegn Arsenal árið 1990

Það er venjulega mikill hiti í leik þessara liða en þennan dag urðu leikmenn sér algjörlega til skammar. Fjölmargir leikmenn voru sektaðir fyrir sína hegðun og það var góð ástæða fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útskýrir valið á Henderson – ,,Eitthvað sem enginn getur boðið okkur“

Útskýrir valið á Henderson – ,,Eitthvað sem enginn getur boðið okkur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið

Gefur sterklega í skyn að þetta sé síðasta starfið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sunderland aftur í úrvalsdeildina

Sunderland aftur í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Áhyggjur uppi af stöðunni á Akranesi – „Nú finnst mér ég ekki sjá neitt, það er allt í fokki“

Áhyggjur uppi af stöðunni á Akranesi – „Nú finnst mér ég ekki sjá neitt, það er allt í fokki“
433Sport
Í gær

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“

Segir fólk gera allt of mikið úr stóra bjór-málinu – „Eins og fólk megi ekki sjá glas með áfengi í“