Dagar Alejandro Garnacho hjá Manchester United virðast vera taldir miðað við ummæli hans og hvernig bróðir hans lætur.
Garnacho byrjaði á bekknum í tapinu í Evrópudeildinni í gær og spilaði tæpar tuttugu mínútur.
Við þetta er Garnacho ekki sáttur og bróðir hans hjólar einnig í þessa ákvörðun.
„Leggur meira á sig en allar, hjálpaði í öllum umferðum. Skoraði tvö mörk í síðustu tveimur úrslitaleikjum,“ skrifar bróðir Garnacho.
„Fær að spila 19 mínútur og er síðan hent undir rútuna,“ segir hann einnig en talið er að Ruben Amorim vilji losna við Garnacho í sumar.