Mikel Arteta segir að Arsenal verði að vinna titil á næsta tímabili.
Arteta er að klára sitt fimmta heila tímabil sem stjóri Arsenal. Hann hefur gjörbreytt gengi liðsins á tíma sínum þar en stuðningsmenn þyrstir í fleiri titla. Hingað til hefur Spánverjinn aðeins unnið enska bikarinn, fyrir fimm árum síðan.
„Félagið er komið á þann stað að við þurfum að vinna titil á næsta tímabili. Það vita allir að við erum eitt besta lið þessa lands og Evrópu,“ sagði Arteta er hann var spurður út í félagaskiptamarkaðinn.
„Við þurfum að bæta við mörkum og bæta við okkur í nokkrum stöðum,“ sagði Arteta enn fremur.
Það stefnir í að Arsenal hafni í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þriðja árið í röð. Þá fór liðið í undanúrslit í Meistaradeildinni.