Stuðningsmenn Liverpool voru í góðum gír þrátt fyrir tap gegn Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum síðan en hefur síðan ekki unnið í þremur leikjum í röð.
Stuðningsmenn virðast þó ekki taka það inn á sig og fögnuðu þeir sem ferðuðust til Brighton í gær liðinu vel eftir leik.
Leikmenn klöppuðu og þökkuðu þeim fyrir, allir nema Trent Alexander-Arnold, sem virtist ekki njóta augnabliksins sérstaklega.
Trent er á förum frá Liverpool á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út. Verður næsti áfangastaður hans Real Madrid, þó það hafi ekki formlega verið staðfest.
Stuðningsmenn Liverpool hafa tekið illa í þetta og baulað á Trent, sem kom ekki við sögu í gær.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.
Trent at the end 😬 pic.twitter.com/k6iC2a4XYk
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) May 19, 2025