Það er ekkert til í fréttum þess efnis að Jurgen Klopp sé að taka við Roma. Frá þessu segir umboðsmaður hans.
Klopp hefur ekki þjálfað síðan hann yfirgaf Liverpool eftir níu frábær ár í fyrra, en hann er í starfi á bak við tjöldin hjá Red Bull samsteypunni.
Því var haldið fram að hann væri að fara í þjálfaraúlpuna á ný og myndi taka við Roma af Claudio Ranieri.
Það er hins vegar ekkert til í því samkvæmt Mark Kosicke, umboðsmanni hans. „Þessar fréttir eru ekki sannar,“ sagði hann einfaldlega.